Garðahlynur
Garðahlynur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lauf Garðahlyns
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Acer pseudoplatanus L. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla
|
Garðahlynur (fræðiheiti: Acer pseudoplatanus) er stórvaxið lauftré af ættkvísl Hlyna (Acer) . Hann getur náð 30 til 40 metra hæð og orðið 500 ára.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Garðahlynur kýs rakan, frjósaman og kalkríkan jarðveg en rótarkerfi hans er djúpstætt og næringarfrekt. Hann kýs sólríka og skjólgóða staði en getur þó komist á legg í hálfskugga. Hann er viðkvæmur gagnvart haustkali og vex best þar sem haust eru löng og mild. Hann verður salt- og vindþolinn með aldrinum auk þess sem hann þolir mengun allvel og því algengt götutré og prýði í stórborgum.
Laufblöðin eru stór, dökkgræn með rauðan blaðstilk. Þau eru fimmsepótt á hjartalaga grunni og alls um 8 til 15 sentímetra á lengd og breidd. Haustlitur trésins er gulur til appelsínugulur þó rauð blöð sjáist inn á milli.
Tréð blómstrar fyrir laufgun og eru blómin 8 til 10 sm langir klasar sem hanga niður. Þau eru gulgræn á lit. Garðahlynur setur fræ um 6 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru tvö og tvö saman, umlukin hnot. Vængirnir mynda 60 til 90° horn og eru 1 til 3 sm á lengd.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Hann vex víða í fjalllendi í mið- og suður-Evrópu.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Í heimkynnum sínum sáir garðahlynur sér sjálfur og getur sprottið á ótrúlegustu stöðum, t.d. í þakrennum. Honum er fjölgað með fræjum en ræktunarafbrigði eru einnig grædd á önnur tré. Tréð er nýtt sem timburtré t.d. á Nýja-Sjálandi og Norður-Ameríku og er viðurinn nýttur til hljóðfæragerðar (sérstaklega í fiðlur), sem parket og í húsgögn. Þá er það talið illgresi í sumum hlutum Ástralíu.[1]
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Garðahlynur hefur vaxið í görðum í Reykjavík síðan 1886-1888 (Laufásvegi 5) og myndar víða krónumikil garðtré. Hann er löngu farinn að sá sér út í görðum. Notkun í skógrækt er takmörkuð. [2]Hann hefur verið valinn tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands á Bíldudal, Borgarfirði og Í Reykjavík.[3]
Tegundinni hættir við haustkali fyrstu 10-20 árin. [4]
Ræktunarafbrigði
[breyta | breyta frumkóða]- A. pseudoplantanus f. Purpurescens - afbrigði sem hefur rauð blöð
- A. pseudoplantanus f. Erythrocarpum - hefur rauðar hnetur
- A. pseudoplantanus f. Purpureum - neðra borð laufblaða er dökkfjólublátt
- A. pseudoplantanus f. Brilliantissium - ung blöð eru laxableik
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Garðahlynur við Suðurgötu. Gróðursettur 1918
-
Hlynur í Hólavallakirkjugarði.
-
Hlynur í Þýskalandi.
-
Vaxtabrum.
-
Fræ.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Environmental weeds“ (PDF). Sótt 2. mars 2008.
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. október 2015. Sótt 22. ágúst 2015.
- ↑ http://www.skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=45&Itemid=79
- ↑ Garðahlynur Geymt 1 júlí 2022 í Wayback Machine Heiðmörk.is, sótt 23/6
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Lauftré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-70-080-7.
- Garðahlynur Geymt 27 október 2021 í Wayback Machine - Lystigarður Akureyrar